16/10/2019

Verkís vinnur að þremur skipulagsverkefnum

Súðavík vegna aðalskipulags
Súðavík

Verkís hefur að undanförnu unnið að þremur skipulagsverkefnum í Súðavíkurhreppi.

Verkefnin snúa að nýju aðalskipulagi Súðavíkurhrepps fyrir tímabilið 2018-2030, breytingu á gildandi deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Langeyri og nýju deiliskipulagi hafnar- og iðnaðarsvæðis inn af Langeyri.

Heildarendurskoðun á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 1999-2018, sem staðfest var af umhverfisráðherra í desember árið 2002. Fyrra skipulag var unnið í samræmi við þágildandi skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og gert á óvissutímum í kjölfar mannskæðra ofanflóða í Súðavík í janúar árið 1995.

Deiliskipulagssvæðið er að stórum hluta á uppfyllingu. Fyrirhugað er að byggja kalkþörungaverksmiðju á svæðinu. Á aðliggjandi svæði er athafnasvæði við Langeyrarveg þar sem fyrir hendi er deiliskipulag.

Eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi munu tvær af athafnalóðunum við Langeyrarveg og tengivegur falla innan marka deiliskipulags hafnar- og iðnaðarsvæðis. Auk þess verður gerð breyting á lóðarmörkum lóðar sem skarast á við deiliskipulagssvæðið þannig að þau verða utan svæðisins. Breyting á gildandi deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Langeyri verður auglýst samhliða deiliskipulags hafnar- og iðnaðarsvæðis inn af Langeyri.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá 16. október til 27. nóvember 2019 á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps, www.sudavik.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 27. nóvember 2019 á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is

Þjónusta Verkís á sviði skipulagsmála.

Frétt á heimasíðu Súðavíkur

Súðavík vegna aðalskipulags
Súðavík