Verkefni
Fyrirsagnalisti

Sky Lagoon
Verkís annaðist hönnun laugarkerfis baðlónsins, hitaveituinntaks og hitunar lóns og varmaendurvinnslu. Þá sá Verkís einnig um brunahönnun og ráðgjöf við samræmingu og uppsetningu laugarkerfis, lagna-, dælu- og hreinsibúnaðar.

Blikastaðir
Verkís sér um verkfræðilega hönnun, byggðatækni og umhverfismál. Verkís veitir m.a. sjálfbærniráðgjöf vegna BREEAM vottunar.

BODØ SUNDHÖLL
Verkís vinnur að fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna. Verkís hefur áður unnið frum- og forhönnun vegna sundlaugarinnar.

Endurgerð Óðinstorgs
Verkís sér um lýsingarhönnun, hönnun rafmagns, blágrænna ofanvatnslausna og snjóbræðslu.

Stapaskóli
Verkís annaðist fullnaðarhönnun allra verkfræðiþátta við fyrsta áfanga. Verkís annast fullnaðarhönnun burðarvirki og jarðtækni á íþróttahúsi og sundlaug í öðrum áfanga verkefnisins.

Hús íslenskunnar
Verkís hafði umsjón með allri verkfræðihönnun og sá um burðarþolshönnun og loftræsi- og lagnahönnun. Verkefnið var unnið samkvæmt alþjóðlegum BREEAM og BIPS verkferlum og BIM aðferðafræðinni. Verkís sér um aðstoð á framkvæmdatíma.

Aðaltorg
Verkís annaðist alla verkfræðihönnun og ráðgjöf. Verkefnið var unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi
Verkís sá um forhönnun og sér um fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna.

Bjarkarland
Verkís annast for- og verkhönnun, hönnun fráveitu, vatnsveitu og blágrænna ofanvatnslausna, umsjón með samræmingu hönnunar og útboðsganga, hönnun bráðabirgðaaðkomuleiða og vinnusvæðamerkingar og landmælingar ásamt hönnun götulýsingar.

Skóli í Nuuk
Verkís sér um nær alla verkfræðihönnun. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

Endurbygging Vesturhúss OR
Verkís sér um alla verkfræðihönnun. Verkið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

Fjölnota íþróttahús í suður Mjódd
Verkís sér um forhönnun, er ráðgjafi verkkaupa, á fulltrúa í byggingarnefnd, vinnur alútboðsgögn og hefur umsjón og eftirlit með verkinu.