Heilbrigðisstofnanir

Sjúkrahótel Landspítalans

Reykjavík

  • Sjúkrahótel

Verkís sá um brunatæknilega hönnun og hljóðhönnun ásamt framkvæmdaeftirliti og byggingarstjórn. 

Stærðir: 4.258 m2
Verktími: 2015 - 2019

Almennt um verkefnið:
Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru meðferðarkjarni, sem er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.

Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur.

Hótelið er 4.258 mað stærð (brúttó), 14.780 m³ (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.