Ásgarðslaug
Ásgarður - Garðabær
Verkís annaðist hönnun, umsjón og eftirlit verkefnis.
Verktími: 2016 - 2018 |
Almennt um verkefnið:
Verkið felst í endurbótum á Ásgarðslaug í Garðabæ. Endurbæturnar fólust í hönnun, byggingu nýbygginga og endurgerð núverandi búningsklefa og sundlaugarsvæðis.
Þar má nefna tvo nýja heita potta, nýjan kaldavatnspott, nýja vað/setlaug, barnarennibraut, tvo „nuddfossa“, nýjar útisturtur og ráspallar. Gufubaðið var endurnýjað og flísalagt og útiklefar endurnýjaðir. Sturtur voru allar endurnýjaðar og í inniklefum var byggður nýr klefi fyrir fatlaða með salerni og sturtu sem hægt er að loka af.
Verkís sá um burðarþolshönnun, hönnun frárennslis-, hreinlætis- og hitalagna, hönnun sundlaugarkerfis, hönnun loftræsikerfis, brunatæknileg hönnun, hljóðtæknileg hönnun, hönnun raflagna, undirbúningsvinnu, hönnunarstjórnun, útboð og samningsgerð, tæknilegt eftirlit og kostnaðargát.
Sundlaugin var tekin í notkun eftir endurbætur á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl 2018.