Fjölnota íþróttahús á Selfossi
Árborg
Verkís annast alla verkfræðilega hönnun ásamt hönnunar- og verkefnastjórn. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.
Verktími: 2019 - |
Almennt um verkefnið:
Fjölnota íþróttahús rís á lóð UMFS á Selfossi. Verkefnið er unnið með Alark arkitektum ehf. og í nánu samstarfi við sveitarfélagið Árborg.
Í fyrsta áfanga er hálfur knattspyrnuvöllur og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og mun húsið rísa við suðurenda núverandi gervigrasvallar.
Hönnun íþróttahússins byggir á frumhönnun Verkís hf. og Alark arkitekta ehf. Verkefnið felst í fullnaðarhönnun á íþróttahúsinu, gerð og útgáfu á útboðsgögnum fyrir almennt útboð í þremur hlutum: jarðvinna, húsbygging, innréttingar og búnaður.
Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn til notkunar 1. ágúst 2021.