Íþróttamannvirki

Sundlaug Hofsósi

Suðurbraut - 565 Hofsós

  • Hofsos

Verkís annaðist hönnun burðarvirkis, fráveitu-, hreinlætis- og hitalagna, loftræsilagna, sundlaugakerfa og raflagna.

 Stærðir: 378 m² hús, 20x10,5 m útilaug, 7 m2 vaðlaug og 11,3 m2 ólgupottur
 Verktími:  2008 - 2010

Almennt um verkefnið:
Byggingin stendur við brún sjávarbakkans með útsýni til hafs, yfir Skagafjörðinn. Burðarvirki eru steinsteypt og að miklu leyti með sjónsteypu. Útveggir á langhliðum eru úr glereiningum. Á þakinu er gras og tengist það landinu umhverfis laugina.

Sundlaugarsvæðið samanstendur af 25 m útilaug og sambyggðum potti og vaðlaug. Í þeim enda laugarinnar sem snýr að Drangey er laugin án sýnilegs kants þannig að vatnsflöturinn á lauginni og hafflöturinn renna saman í eina heild. Laugarkerfin eru hefðbundin með sandsíum til hreinsunar og klór notaður til sótthreinsunar.

Sundlaugin vann menningarverðlaun DV í mars 2011 vegna byggingarlistar og Steinsteypuverðlaunin í febrúar 2011, fyrir framúrskarandi gæði og listrænan árangur við notkun steinsteypu í byggingum. Einnig tilnefnd sem eitt af fimm íslenskum mannvirkjum til Mies van der Rohe verðlaunanna 2011 og kosin besta sundlaug landsins í skoðanakönnun DV í júlí 2011.