Menntastofnanir

Hús íslenskunnar

Arngrímsgata 5 - 107 Reykjavík

  • Hus-Islenskra-fraeda

Verkís hafði umsjón með allri verkfræðihönnun og sá um burðarþolshönnun og loftræsi- og lagnahönnun. Verkefnið var unnið samkvæmt alþjóðlegum BREEAM og BIPS verkferlum og BIM aðferðafræðinni. Verkís sér um aðstoð á framkvæmdatíma. 

 Stærðir: 6.500 m², 2.200 m²
 Verktími:  2008 - 2013, 2017 - 2018, 2019 - 

Almennt um verkefnið:
Í húsinu eru helstu dýrgripir íslenskrar menningar varðveittir til allrar framtíðar, ásamt kennslu og rannsóknum í íslensku. Árnastofnun og Háskóli Íslands hafa aðsetur í húsinu.

Hús íslenskunnar, sem reist hefur verið við Arngrímsgötu 5, er á þremur hæðum auk kjallara undir hluta hússins og opinn bílakjallari er við húsið. Byggingin er hin glæsilegasta, formið er sporöskjulaga og er brotið upp með útskotum og inngörðum og að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp með skreytingum af handritunum.

Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesrými fyrir nemendur á mismunandi stigum háskólanáms, fyrirlestra- og kennslusalir, almennar skrifstofur, bókasafn með lesrými. Í kjallara er þjónusturými svo sem eldhús, skiptiaðstaða starfsmanna, geymslur, handritageymslur, í kjallara er einnig bílageymsla, sorp, tæknirými og fleira. 

Sumarið 2019 hófust framkvæmdir sem áætlað er að ljúki á árinu 2023. Verkís sér um aðstoð á framkvæmdatíma. Verkfræðihönnun, burðarþolshönnun og loftræsi- og lagnahönnun var unnin á árunum 2008 - 2013 og 2017 - 2018. 

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 9
  • Heimsmarkmið 11