Menntastofnanir
Skóli í Nuuk
Grænland
Verkís sér um nær alla verkfræðihönnun. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.
Stærðir: 16.000 m² |
Verktími: 2019 - |
Almennt um verkefnið:
Í skólanum, sem bæði mun þjóna nemendum á leik- og grunnskólastigi, er rými fyrir 1.200 nemendur. Byggingin verður jafnframt íþrótta- og menningarmiðstöð á kvöldin og um helgar og nýtist því breiðum hópi íbúa borgarinnar.
Verkís er undirverktaki Ístaks í verkefninu. Ístak fékk verkið eftir forval og alútboð þar sem lagðir voru saman þrír þættir; verðtilboð, hönnun og útfærsla og áætlaður rekstrarkostnaður byggingarinnar í þrjátíu ár.
Stefnt er að því að skólinn verði tekinn í notkun árið 2023.
Heimsmarkmið
- Heimsmarkmið 4
- Heimsmarkmið 9
- Heimsmarkmið 11