Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Glerártorg - Akureyri

Gleráreyrum 1 

  • Glerártorg lýsing

Verkís annaðist hönnun burðarvirkja, jarðvinnu og grundunar, fráveitu-, hreinlætis- og hitalagna, loftræsingu, snjóbræðslukerfa, vatnsúðakerfa, brunahönnun, eftirlit og magnmælingar.

 Stærðir: 20.663 m2
 Verktími:  2000 - 2008

Almennt um verkefnið:
Byggingin stendur á Gleráreyrum á Akureyri. Fyrri áfanginn tæpir 11.000m² var byggður árið 2000. Að hluta voru áfram nýttir burðarveggir, súlur og loft úr mannvirki sem var til staðar og hafði verið hluti af verksmiðju Skinnaiðnaðar Sambandsins. Seinni áfanginn, um 10.000m², var svo byggður árin 2007-2008.

Grundun stækkunarinnar var flókin þar sem fjarlægja þurfti lífrænt lag á 8-12m dýpi sem valdið hafði sigi á hluta þeirra mannvirkja sem voru fjarlægð til að rýma fyrir nýbyggingunni. Stór hluti stækkunarinnar er byggður úr forsteyptum einingum. Þak stækkunarinnar er að mestu leyti Lett-tak einingar sem hvíla á límtrésbitum.

Eftir stækkun eru um 50 verslunarrými í byggingunni auk 1.450 m² fyrir skrifstofur í þakhæð nýrri hlutans. Húsið er að fullu varið fyrir bruna með vatnsúðakerfi sem hannað er með það í huga að bjarga mannslífum og verðmætum. Hvert rými hefur sérstakan rennslisskynjara sem tengdur er brunaviðvörunarkerfi hússins. Þannig má sjá á augabragði hvar vatnsúðakerfið hefur orðið virkt og gera má viðeigandi ráðstafanir.