Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Þjónustumiðstöð - Borgarnes

Digranesgata 4, Borgarnes

  • Borgarnes þjónustmiðstöð

Verkís sá um alla verkfræðihönnun, þ.e. jarðtækni og grundun, burðarþolshönnun, brunahönnun, lagnir og loftræsingu, rafmagn, lýsingu, mælingar, lóð og plön við hús og ráðgjöf við hljóðvist.

Stærðir: 1.000 m2
Verktími: 2018 - 2020

Almennt um verkefnið: 
Um er að ræða þúsund fermetra þjónustumiðstöð í Borgarnesi þar sem til húsa eru verslanir og veitingahús. 
Húsið stendur við Digranesgötu 4. Gert er ráð fyrir stórum veitingastað í húsinu sem og verslun ásamt rúmgóðri hreinlætisaðstöðu. Húsið verður á einni hæð og aðgengi eins og best verður á kosið.

Verkís studdist við BIM aðferðafræðina við vinnu verksins en öll hönnunarlíkön voru sett í skýþjónustuna BIM 360 Glue frá Autodesk þar sem líkönin voru samræmd og árekstrargreind. Slík samræming og árekstragreining milli byggingahluta getur fækkað vandamálum og skapað hagræðingu á framkvæmdatíma. Einnig var settur upp sýndarveruleiki sem gerði verkkaupa og arkitektum hússins kleift að ganga í gegnum það og virða það fyrir sér.