Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Þjónustumiðstöð - Borgarnes

Digranesgata 4, Borgarnes

Verkís sér um alla verkfræðihönnun, þ.e. jarðtækni og grundun, burðarþolshönnun, brunahönnun, lagnir og loftræsingu, rafmagn, lýsingu, mælingar, lóð og plön við hús og ráðgjöf við hljóðvist.

Stærðir: 1.000 m2
Verktími: 2018 - 

Almennt um verkefnið: 
Um er að ræða þúsund fermetra þjónustumiðstöð í Borgarnesi.  Þar er fyrirhugað að verði til húsa verslanir og veitingahús.
Húsið verður reist á lóð við Digranesgötu 4. Til stendur að tvö hús verði á lóðinni en seinna húsið verður um 700 fermetrar. Lóðaframkvæmdir fara þó fram í þessum áfanga vegna beggja húsanna. Gert er ráð fyrir stórum veitingastað í húsinu sem og verslun ásamt rúmgóðri hreinlætisaðstöðu. Húsið verður á einni hæð og aðgengi eins og best verður á kosið.

Verkís studdist við BIM aðferðafræðina við vinnu verksins en öll hönnunarlíkön voru sett í skýþjónustuna BIM 360 Glue frá Autodesk þar sem líkönin voru samræmd og árekstrargreind. Slík samræming og árekstragreining milli byggingahluta getur fækkað vandamálum og skapað hagræðingu á framkvæmdatíma. Einnig var settur upp sýndarveruleiki sem gerði verkkaupa og arkitektum hússins kleift að ganga í gegnum það og virða það fyrir sér.