Stjórnsýslubyggingar

Fangelsið hólmsheiði

Hólmsheiði

Verkís sá um kostnaðaráætlanir allra rafkerfa ásamt hönnun á raforkukerfi, hönnun brunaviðvörunar- og samskiptakerfis. Verkís sér einnig um hönnun lýsingar, innan og utanhúss, hönnun neyðarlýsingar og mat á öryggiskerfi.

 Stærðir: byggingar; 3.700m2 - svæði; 37.410m2
 Verktími:  2012-2015

Almennt um verkefnið:
Arkís arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Í niðurstöðu dómnefndar um verðlaunatillöguna segir að tillagan sé mjög góð og svari einstaklega vel áherslum dómnefndar í samkeppnislýsingu. Einkum sé gæsluvarðhaldsþættinum gerð frábær skil, sem og aðal-varðstofu og miðlægum rýmum. „Þá eru aðstæður við aðalinngang og tengsl heimsóknaraðstöðu og viðtalsrýmis fyrir utanaðkomandi ráðgjafa vel leyst. Heildaryfirbragð byggingarinnar er mjög áhugavert og tillagan gefur fyrirheit um einfalda, notadrjúga og látlausa byggingu sem samræmist stefnu Fangelsismálastofnunar um örugga og vel skipulagða afplánun.“

Nýja fangelsið er með 56 fangarými og á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsi í Kópavogi en báðum þessum fangelsum verður lokað þegar hið nýja verður tekið í gagnið. Þá er og gert ráð fyrir að gæsluvarðhaldsdeild á Litla-Hrauni verði lögð niður og aðstaða hennar tekin fyrir afplánun.