Annar iðnaður

Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi

Reykjavík

  • GAJA verkefnamynd Álfsnes gas og jarðgerðarstöð

Verkís annaðist eftirlit með framkvæmdum. 

Stærðir: 36.000 tonn af heimilisúrgangi, framleiðsla 3 milljónir Nmaf metangasi og 10-12.000 tonn af jarðvegsbæti, gólfflötur 12.000 m2 
Verktími: 2018 - 2020

Almennt um verkefnið: 
Gas- og jarðgerðarstöðin, GAJA, er ætluð til endurnýtingar lífræns heimilisúrgangs af höfuðborgarsvæðinu. Stöðin mun taka til vinnslu allt að 36.000 tonnum af heimilisúrgangi á ári. Gólfflötur byggingar er samtals áætlaður um 12.000 m2. Stöðin verður reist á svæði Sorpu í Álfsnesi. 

Miðað við áætlanir Sorpu verður hægt að tvöfalda afkastagetu stöðvarinnar ef þörf krefur. Gert er ráð fyrir að yfir 95% heimilisúrgangs sem berst til móttöku- og flokkunarstöðvar Sorpu í Gufunesi verði endurnýttur, með einum eða öðrum hætti þegar stöðin verður fullbúin.

Stöðin samanstendur af móttökuaðstöðu fyrir úrgang, vinnslusal og tíu þroskunarklefum fyrir lífrænan úrgang, auk geyma til hauggasgerðar. Áætlað er að framleiðslan verði um 3 milljónir Nm3af metangasi og 10-12.000 tonn af jarðvegsbæti, sem talinn er henta til landgræðslu.

Tæknilausnir koma frá Aikan/Solum AS í Danmörku. Arkitektar við þróun verkefnis voru Batteríið Arkitektar og Mannvit hefur haldið utan um vinnu við útboð. Samið var við Ístak um framkvæmdir, eftir alútboð. 

Verkís annaðist eftirlit með framkvæmdum en í því fólst eftirlit með jarðvinnu- og byggingaframkvæmdum, eftirlit með uppsetningu á gasgerðartönkum og vélbúnaði, eftirlit með uppsetningu á raf- og stjórnbúnaði og eftirlit með öryggis- og umhverfismálum á framkvæmdatíma. 

Stöðin var tekin í notkun sumarið 2020. 

Umfjöllun um gas- og jarðgerðarstöðina á Rás 2 föstudaginn 26. júlí 2019. 

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 13