Sjávarútvegur
Drangey SK
Verkís annaðist rafmagnsteikningar, hönnun, forritun, uppsetningu og prófanir á skjákerfi og gerð merkjalista.
Verktími: 2017-2018 |
Almennt um verkefnið:
Skaginn 3X sá um smíði á vinnslubúnaði á millidekkið á skipinu. Búnaðurinn samanstendur af vinnslulínum,ofurkælibúnaði og færslubúnaði fyrir kör.
Verkís kom að eftirfarandi verkþáttum:
- rafmagnsteikningar fyrir lestarkerfi, fiskflokkun og kælikerfi í togara
- hönnun, forritun, uppsetning og prófanir á skjákerfi
- merkjalistagrunni fyrir allar iðntölvur
Í merkjalista er haldið utan um merkjaheitin, skýringartexta og vistföng fyrir merki sem þarf fyrir samskipti iðntölva við skjákerfi.
Drangey SK er í eigu FISK á Sauðárkróki. Hér má sjá skipið koma til heimahafnar á Sauðárkróki í fyrsta skipti.