Jarðvarmi

Gufustöðin í Bjarnarflagi

Reykjahlíð, Mývatnssveit

  • Bjarnarflag-jardvarm

Verkís sá um endurnýjun alls rafbúnaðar og stjórn- og varnarbúnaðar, hönnun, deilihönnun, val á búnaði, aðstoð við innkaup, umsjón með uppsetningu og tengingum og prófanir og gagnsetningu

 Stærðir: 3 MWe og 18 GWh/ári
 Verktími:  2001 - 2002

Almennt um verkefnið:
Gufustöðin í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er elsta gufuaflsstöð landsins og var fyrst gangsett árið 1969. Gufuhverfill stöðvarinnar var smíðaður árið 1934 og notaður í sykurverksmiðju í Bretlandi áður en hann var tekinn í notkun í gufustöðinni, til að bæta úr brýnum orkuskorti á Norð-austurlandi á þeim tíma. Afl stöðvarinnar var upphaflega 3 MW og nýtir hún gufu jarðhitasvæðisins við Námafjall. 

Árið 2001 sá Verkís um endurnýjun alls rafbúnaðar og stjórn- og varnarbúnaðar, hönnun, deilihönnun, val á búnaði, aðstoð við innkaup, umsjón með uppsetningu og tengingum og prófanir og gagnsetningu.

Loks kom að því að skipta þurfti út gufuhverflinum og á árunum 2017 - 2019 annaðist Verkís ráðgjöf og hönnun fyrir Landsvirkjun vegna endurnýjunar vél- og rafbúnaðar. Verkís sinnti verkeftirliti og kom að skipulagningu og samræmingu prófana og gangsetningar. Nánar er fjallað um það verkefni hér.