Smávirkjanir

Glerárvirkjun

Glerárdalur Akureyri - Norðurland

  • Glerárvirkjun

Verkís annaðist gerð aðalteikninga, umsókn byggingarleyfis, gerð útboðsgagna og alla deilihönnun mannvirkjanna.

 Stærðir: 3,3 MW
 Verktími:  2013-2017

Almennt um verkefnið:
Glerárstífla er um 90 m löng og 7,4 m há steinsteypt stífla í Glerárdal á Akureyri og er hluti af Glerárvirkjun II. Stíflan samanstendur af yfirfalli, botnrás og inntaksmannvirki en til sitt hvorrar hliðar eru fyllingarstíflur með steyptum þéttivegg. Yfirfallið er 12 m langt með bogalaga formi að ofan. Botnrásin er 2x1,5 m að stærð og er lokað með vökvastýrðri botnrásarloku. Inntaksmannvirkið samanstendur af inntaksþró og lokahúsi. Vatninu er veitt um inntaksrist inn í inntaksþróna þaðan sem það fer um rörbrotsloka sem staðsettur er í lokahúsi og þaðan inn í þrýstipípuna.

Verkís sá um gerð aðalteikninga fyrir mannvirkið og umsókn byggingarleyfis. Einnig sá Verkís um gerð útboðsganga og alla deilihönnun mannvirkjanna.