Verkefni

Glerárvirkjun

Glerárstífla er um 90 metra löng og 7,4 metra há steinsteypt stífla í Glerárdal á Akureyri og er hluti af Glerárvirkjun II.

Nánar um verkefnið

Stíflan samanstendur af yfirfalli, botnrás og inntaksmannvirki en til sitt hvorrar hliðar eru fyllingarstíflur með steyptum þéttivegg. Yfirfallið er 12 metra langt með bogalaga formi að ofan. Botnrásin er 2×1,5 metrar að stærð og er lokað með vökvastýrðri botnrásarloku. Inntaksmannvirkið samanstendur af inntaksþró og lokahúsi. Vatninu er veitt um inntaksrist inn í inntaksþróna þaðan sem það fer um rörbrotsloka sem staðsettur er í lokahúsi og þaðan inn í þrýstipípuna.

Verkís sá um gerð aðalteikninga fyrir mannvirkið og umsókn byggingarleyfis. Einnig sá Verkís um gerð útboðsganga og alla deilihönnun mannvirkjanna.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Glerárdalur Akureyri, Norðurland

Stærð:

3,3 megavött

Verktími:

2013-2017

 

Heimsmarkmið