Flugvellir

Reykjavíkur­flugvöllur

Vatnsmýri

  • Reykjavikurflugvollur

Verkís hafði umsjón með forathugun, hönnun, verkefnastjórn og framkvæmdaeftirliti ásamt gerð kennsluefnis og kennsla á öryggisnámskeiðum.  

 Stærðir: 1.825m, 1.492m og 960m flugbrautir
 Verktími:  1999 - 2003

Almennt um verkefnið:
Reykjavíkurflugvöllur er einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi þar sem nokkuð er um millilanda umferð um hann þó mestur hluti umferðarinnar sé innanlandsflug. Vegna staðsetningar flugvallarins nálægt Landspítalanum við Hringbraut gegnir hann mikilvægu hlutverki fyrir sjúkraflug.

Verkefnið snýr að endurbyggingu beggja aðalflugbrauta Reykjavíkurflugvallar og aðlögun SV-NA brautar, bygging og aðlögun akstursbrauta og endurnýjun rafbúnaðar. Forathuganir, hönnun og aðstoð við umhverfismat var meðal þeirrar þjónustu sem Verkís veitti á verkefnatíma. Ásamt verkefnisstjórnun á undirbúnings- og  framkvæmdatíma. Þ.m.t. skipulagningu öryggismála, gerð kennsluefnis og kennslu á öryggisnámskeiðum og skiptingu verks í áfanga og svæði til þess að tryggja samfelldan rekstur flugvallarins á framkvæmdatíma.