Hafnir
Hafnarsvæði Akureyrar
Norðurorka
Verkís vann greiningu á möguleikum til orkuöflunar, kostnaðaráætlun og greiningu á orkukerfi.
Verktími: 2017 - 2018 |
Almennt um verkefnið:
Gerð var greining á möguleikum til orkuöflunar sem Norðurorka ætti að geta útvegað til hafnarsvæða á Akureyri. Gerð kostnaðaráætlunar fyrir 4 MVA landtengingu stærri skipa og skemmtiferðaskipa. Gerð var greining á orkukerfi Norðurorku um hvaða afl væri til taks og gerð kostnaðaráætlun fyrir útvegun á rafdreifingu fyrir þessar tengingar.