Verkefni

Hitaveita Vestmannaeyja

Hitaveitan í Vestmannaeyjum nær til allra íbúa Vestmannaeyja.

Varmadælustöð var tekin í notkun haustið 2018. Hún er staðsett nálægt höfninni og er sjór nýttur sem varmagjafi. Tvöföld hitaveitulögn tengir saman varmadælustöðina og kyndistöð hitaveitunnar.

Nánar um verkefnið

Varmadælan annar 93% varmaorkuþarfar hitaveitunnar. Með tilkomu varmadælustöðvarinnar er rafmagnsnotkun hitaveitunnar innan við þriðjungur af því sem áður var, þegar hitaveituvatnið var hitað með rafmagni.

Nokkur ártöl úr sögu hitaveitu Vestmannaeyja:

  • 1973 Eldgos í Heimaey
  • 1975 Lagning dreifikerfis hitaveitu hefst
  • 1977 Hraunhitun hefst + 3 megavatta topphitun með olíukatli
  • 1988 Rafskautaketill, 20 megavött, tekinn í notkun ásamt tveimur 7 megavatta olíukötlum til vara
  • 1998 Varmi fyrst nýttur frá sorpbrennslustöð allt að 1,5 megavött
  • 2000 Afgangsvarmi frá fiskimjölsverksmiðjum nýttur
  • 2001 Hitaveita Suðurnesja, nú HS Veitur, og Bæjarveitur Vestmannaeyja (BV) sameinast
  • 2018 Varmadæla, 10,2 megavött, sem nýtir varma úr sjó tekin í notkun.

2017 (fyrir varmadælustöð)
Uppsett varmaafl í rafskautakatli 20 megavött
Varmaorkuþörf 82 gígavattstundir á ári

Orkugjafar:

  • Rafmagn 66 gígavattstundir á ári
  • Afgangsvarmi 12 gígavattstundir á ári
  • Svartolía 3 gígavattstundir á ári

Frá og með 2018 (með varmadælustöð)
Uppsett varmaafl í varmadælu 10 megavött og 20 megavött í rafskautakatli
Varmaorkuþörf 82 gígavattstundir á ári

Orkugjafar:

  • Varmi úr sjó 56 gígavattstundir á ári
  • Rafmagn 26 gígavattstundir á ári (meðtalinn orka í sjódælur og heitavatnsdælur)

Varmadælustöðin – helstu upplýsingar:

  • Árið 2018 fjórar varmadælur, varmaafl 2,6 megavött hver. Rými fyrir fimm einingar.
  • Nýtir 6°C til 12°C heitan sjó, 480 til 600 lítra á sekúndu.
  • Hitar 70 lítra á sekúndu af 34°C heitu bakvatni frá hitaveitu upp í 77°C og skilar því inn í dreifkerfið.
  • Skilar 93% af árlegri varmaþörf hitaveitunnar.
  • Notar um 26% af þeirri raforku sem rafskautakatlar notuðu í beinni hitun.
  • Kældur sjór nýttur í fiskvinnslu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Vestmannaeyjar

Stærð:

20 megavött

Verktími:

1973 – 2018

 

Heimsmarkmið