19/11/2019

Verkís tók þátt í haustfundi SATS

Jón og Sæmundur SATS
Jón og Sæmundur SATS

Föstudaginn 15. nóvember tók Verkís þátt í árlegum haustfundi SATS. Jón Sæmundsson og Sigurður Andrés Þorvaldsson fluttu erindi um notkun þrívíddar.

Jón Sæmundsson, vél- og orkutæknifræðingur á Starfsstöðvasviði Verkís, fjallaði notkun þrívíddar við hönnun á viðbyggingu á tveimur hæðum við íþróttahúsið á Hellu.

Til að byrja með voru eldri byggingar skannaðar með hjálp þrívíddarskanna og í framhaldinu var nýbyggingin hönnuð að öllu leyti í þrívídd miðað við fyrirliggjandi aðstæður, þar sem mögulegt er að „ganga“ um væntanlegt hús í sýndarveruleika. Með slíkri framsetningu fær verkkaupi fljótt innsýn og tilfinningu fyrir væntanlegri framkvæmd.

Sigurður Andrés Þorvaldsson, byggingarverkfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, fjallaði um notkun þrívíddar við skipulag og hönnun.

Þar sagði  hann frá notkun þrívíddar við gerð aðal- og deiliskipulaga og að auki í grenndarkynningum. Með þessari framsetningu fást skýrari hugmyndir um væntanlegar framkvæmdir sem og útkoma.

Fundurinn var haldinn í Sveinatungu, sal bæjarstjórnar Garðabæjar á Garðatorgi.

Þrívíddarskönnun: Þjónusta Verkís 
BIM – upplýsingalíkön mannvirkja: Bæklingur Verkís

Jón og Sæmundur SATS
Jón og Sæmundur SATS