Þjónusta

Þrívíddarskönnun

Með laserskönnun verður uppmæling fljótlegri, nákvæmari og gagnlegri fyrir þau sem þurfa að nota hana. Við hættulegar aðstæður eykur hún öryggi mælingarmannsins.

Verkís býður upp á þrívíða laserskönnun með aðstoð laserskanna. Með þessari nýju tækni verður uppmæling mannvirkja og/eða umhverfis mun fljótlegri og nákvæmari.

Minnkar áhættu – eykur nákvæmni

Notkun laserskanna hefur aukist mikið í nágrannalöndunum samhliða notkun líkana og BIM (e: Building Information Modeling) við hönnun og framkvæmd.

Laserskanni getur myndað þá fleti sem að honum snúa. Umhverfi er skannað frá mismunandi sjónarhornum til að fá heildaryfirsýn. Hægt er að skanna mannvirki bæði að utan og innan og setja saman í eina heild. Afurðin er punktský (e: point cloud).

Punktskýið myndar þrívítt líkan af mannvirkinu. Í mörgum tilfellum dugar punktskýið til viðmiðunar en í sumum tilfellum þarf að teikna upp líkan af punktskýinu.

Skönnuð mynd af mannvirki nýtist sem undirlag við hönnun og greiningu af ýmsu tagi. Skönnun minnkar áhættu og hugsanlegt ósamræmi í viðhaldi, endurbótum og viðbyggingum. Á framkvæmdatíma er hægt að beita skönnun í eftirliti, til dæmis til að beta hönnunarlíkön í eiginlega framkvæmd.

Verkís notar Focusˢ 150 Laserskanna ásamt hugbúnaði frá Faro. Þetta er tæki sem getur skannað umhverfi sitt með mikilli nákvæmni á skömmum tíma.

Faro Focusˢ 150, eiginleikar:
– Mælir eina milljón punkta á sekúndu
– Dregur 150 metra
– Skekkjumörk ±1 millimetri

Þjónusta

  • Líkan af fyrirliggjandi aðstæðum vegna breytinga og endurbóta
  • Greining staðhátta vegna nýbygginga
  • Samanburður framkvæmdahátta við BIM líkön
  • Uppmæling á núverandi aðstæðum fyrir forsmíðaðar byggingaeiningar
  • Reglulega magntaka við jarðvinnu
  • Eftirlit vegna krafna um nákvæmni
  • Skipaiðnaður
  • Skrásetning fornminja
  • Gæðaeftirlit í framleiðslu
  • Vettvangsrannsóknir

Verkefni

  • Stækkun Búrfellsvirkjunar
  • Tengivirki – Írafoss
  • Garðyrkjuskóli LBHÍ
  • Ásgarðslaug
  • Brimvarnargarður, Húsavík
  • Hótel Saga
  • Skólabrú 2, Reykjavík
  • Lindargata 10, Reykjavík
  • Laugarskarð, Hveragerði
  • Sundhöll Selfoss
  • Íþróttamiðstöð Hellu

Tengiliðir

Andrés Gísli Vigdísarson
Byggingartæknifræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
agv@verkis.is

Birgir Hauksson
Rafmagns- og rekstrariðnfræðingur
Svið: Byggingar
bih@verkis.is

Sigurður Jón Jónsson
Sviðsstjóri / Rafmagnstæknifræðingur / MBA
Svið: Byggingar
sjj@verkis.is