Um okkur

Um okkur

VERKÍS er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins. Áratuga reynsla og þekking skilar sér í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum. Hjá Verkís starfa yfir 340 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Verkís starfar samkvæmt vottuðu gæða- , umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi.
 
Framkvæmdastjóri er Sveinn Ingi Ólafsson.

Sérþekking

Verkís býr yfir sérfræðiþekkingu sem spannar allar þarfir framkvæmdaaðila frá fyrstu hugmynd til loka fjárfestingarverkefnis. Að auki býður Verkís rekstraraðilum þjónustu við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni. Meðal þjónustuframboðs er:
  • Undirbúningur framkvæmda og áætlanagerð
  • Hönnun hvers kyns mannvirkja, svo sem orkuvera, samgöngumannvirkja, íbúðar- atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
  • Hönnun allra sérkerfa sem þarf í mannvirki
  • Verkefnastjórnun, bæði við hönnun og á framkvæmdastað
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Öryggis-, umhverfis- og heilbrigðisráðgjöf

Sérstaða

Styrkur Verkís felst meðal annars í því að á einum og sama stað geta viðskiptavinir okkar sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf, auk þeirrar stoðþjónustu sem nú er orðinn órjúfanlegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna.

Starfsemin og öll okkar þjónusta er unnin eftir vottuðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001,  ISO 14001 og OHSAS 18001 staðlinum.

Gildi

Verkís kappkostar að láta gott af sér leiða fyrir viðskiptavini, starfsmenn sína, samstarfsaðila, þjóðfélagið og umhverfið.

Gildin okkar eru:

  • Heilindi
  • Metnaður
  • Frumkvæði

 

 Kennitala Verkís er 611276-0289


 Útlit síðu:
Jafnlaunaúttekt PWC 2012
Framúrskarandi fyrirtæki 2012