Fyrirtækið

Fyrirtækið

Við erum til staðar

Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins.  Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 350 manns á 13 starfsstöðvum um allt land. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu samfélaga og höldum ótrauð áfram með nýjar og spennandi lausnir í farteskinu.

Fyrirtækið er í eigu einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Verkís er Egill Viðarsson.

Gildin okkar

Heilindi

Heilindi

Við sýnum heilindi í starfi sem þýðir að traust, virðing og umhyggja einkenna samskipti okkar innbyrðis og gagnvart viðskiptavinum.

Metnaður

Metnaður

Við sýnum metnað í starfi þar sem grunnurinn er vandvirkni og fagleg vinnubrögð, sem með styrk hópsins eflir nýsköpun og árangur með sjálfbærni að leiðarljósi.

Frumkvæði

Frumkvæði

Við sýnum frumkvæði í starfi sem stöðugar umbætur, leit að nýjum hugmyndum, traust samvinna og nýting þekkingar, er forsenda sóknar í takti við hlutverk Verkís, sem er að byggja upp samfélög.

Þjónusta

Við stöndum undir væntingum

Við búum yfir metnaði og þekkingu til að veita faglega og framúrskarandi
þjónustu og við hikum ekki við að skoða hvernig við getum gert
góða hluti enn betri. Það skiptir okkur máli að eiga góð samskipti við
viðskiptavini okkar og mæta þeirra þörfum og væntingum.

Þjónustustefna
Víðnetskerfi
Sýndarveruleiki

Við brennum fyrir nýjum lausnum

Við leggjum áherslu á að tileinka okkur nútímalegar lausnir við úrlausn verkefna og vinna með menntastofnunum, fagfélögum og öðrum samstarfsaðilum að sameiginlegum markmiðum um nýsköpun, sjálfbærni og virðisaukningu við uppbyggingu samfélagsins og allra innviða þess.

Skipulag

Framkvæmdastjórn

Sigurður Jón Jónsson, sviðsstjóri byggingasviðs
Páll R. Guðmundsson, sviðsstjóri orku- og iðnaðarsviðs
Jóna Þórunn Guðmundsdóttir, fjármálastjóri
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri
Hannes Guðmundsson, sviðsstjóri stoðsviðs
Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, sviðsstjóri samgöngu- og umhverfissviðs
Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri starfsstöðvasviðs

Framkvæmdastjórn
Skipurit Verkís

Skipurit

Við höfum öfluga forystu sem gengur fram með góðu fordæmi og skapar jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi. Við leggjum áherslu á uppbyggilega endurgjöf stjórnenda um frammistöðu starfsfólks og að stjórnendur hvetji til framþróunar í starfi.

Stjórn Verkís

Snæbjörn Jónsson, stjórnarformaður
Susanne Freuler, varaformaður
Hugrún Gunnarsdóttir, stjórnarmaður
Indriði Níelsson, varamaður
Þórhildur Guðmundsdóttir, varamaður

Verkís gerir sér grein fyrir mikilvægu hlutverki sínu sem þekkingarfyrirtæki í samfélaginu og fer eftir siðareglum sem haldast í hendur við gildi fyrirtækisins sem eru heilindi, metnaður og frumkvæði.

Siðareglur
Stjórn Verkís 2023-2024

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband

verkis@verkis.is

+354 422 8000