Sjálfbærniþættir

UN Global Compact er samstarfsverkefni Sameinuðu þjóðanna og einkaaðila um að fylgja tíu viðmiðum SÞ um samfélagslega ábyrgð. Viðmiðin hvetja fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála, umhverfismála og í baráttunni gegn spillingu.

Verkís skrifaði undir Global Compact í maí 2018 og fylgir skuldbindingunni eftir með skilum á árlegri sjálfbærniskýrslu. Viðmiðin tíu skiptast í þrjá flokka: Umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Verkís kom út í mælingum fyrir árið 2021.