Sjálfbærni

Við stuðlum að sjálfbærri þróun

Verkís tekur hlutverk sitt sem þátttakandi í samfélaginu alvarlega. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að veita ráðgjöf sem styður við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Við erum leiðandi á sviði vistvænnar hönnunar og vísum veginn á heimsvísu þegar kemur að umhverfisvænni orkuvinnslu. Við erum meðvituð um þau fótspor sem starfsemin skilur eftir sig og leitum sífellt nýrra leiða til að gera betur.

Sjálfbærnistefna Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniþættir

UN Global Compact er samstarfsverkefni Sameinuðu þjóðanna og einkaaðila um að fylgja tíu viðmiðum SÞ um samfélagslega ábyrgð. Viðmiðin hvetja fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála, umhverfismála og í baráttunni gegn spillingu.

Verkís skrifaði undir Global Compact í maí 2018 og fylgir skuldbindingunni eftir með skilum á árlegri sjálfbærniskýrslu. Viðmiðin tíu skiptast í þrjá flokka: Umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Verkís kom út í mælingum fyrir árið 2021.