Þjónusta

Ráðgjöf og alhliða þjónusta

Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldum greinum. Sérfræðingar Verkís búa yfir áratuga reynslu og þjónustuflokkarnir skipta tugum.

Þjónustuflokkar

Ábyrgð í verki

Við leggjum ríka áherslu á að sinna okkar samfélagslegu skyldum sem leiðandi fyrirtæki í okkar geira. Því höfum við markað okkur skýra stefnu í loftslagsmálum til að leggja okkar lóð á vogarskálar heimsins.

Sjálfbærni

Vinnustaðurinn

Sterk liðsheild

Hjá Verkís starfar öflugt starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu. Við vinnum saman í teymum og þannig náum við okkar markmiðum og skörum fram úr í okkar fagi. Við erum stöðugt í leit að metnaðarfullum og færum einstaklingum í starfshópinn okkar.

Vinnustaðurinn

Sjálfbærni mannvirkja

Sjálfbær byggingariðnaður getur lágmarkað áhrif á vistkerfi jarðar en einnig bætt heilsu og hagsæld fólks og samfélaga. Ábyrgð iðnaðarins er mikil og leggur starfsfólk Verkís sitt af mörkum með því að stuðla að sjálfbærni í gegnum vinnu sína.

Lesa meira
Sjálfbærni mannvirkja
Háspennustrengir og -línur

Verkefnisstjórnun

Hjá Verkís starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af verkefnisstjórnun. Þeim hefur verið falin stjórnun og umsjón fjölda verkefna með góðum árangri og við erum hreykin af því. Við vitum að gott skipulag á fyrri stigum verkefnis skilar sér undantekningarlaust í betri útkomu á framkvæmdatíma og góð verkefnisstjórnun er forsenda góðrar útkomu, óháð stærð verkefnis.

Lesa meira

Starfsstöðvar

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís sex útibú á ellefu starfsstöðvum víða um land. Þær er að finna á Akranesi, Ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi, í Borgarnesi og Reykjanesbæ. Upplýsingar um erlenda starfsemi.