Þjónusta

Ráðgjöf og alhliða þjónusta

Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldum greinum. Sérfræðingar Verkís búa yfir áratuga reynslu og þjónustuflokkarnir skipta tugum.

Þjónustuflokkar

Við erum leiðandi í orkuskiptum

Verkís hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum orkuskiptum í gegnum tíðina og sinnir fjölbreyttum þjónustuþáttum sem fara sífellt vaxandi. Verkís hefur sinnt verkefnum á sviði jarðvarma og vatnsafli í yfir 90 ár og hefur áratuga reynslu af þjónustu hreinnar orku og endurnýjanlegum orkugjöfum.

Verkís er umhugað um samfélagið og leggur sitt að mörkum í nauðsynlegri þróun loftslagsmarkmiða framtíðarinnar.

Orkuskipti
Útibússtjóri Verkís Austurlandi

Vinnustaðurinn

Sterk liðsheild

Hjá Verkís starfar öflugt starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu. Við vinnum saman í teymum og þannig náum við okkar markmiðum og skörum fram úr í okkar fagi. Við erum stöðugt í leit að metnaðarfullum og færum einstaklingum í starfshópinn okkar.

Vinnustaðurinn

Ábyrgð í verki

Við leggjum ríka áherslu á að sinna okkar samfélagslegu skyldum sem leiðandi fyrirtæki í okkar geira. Því höfum við markað okkur skýra stefnu í loftslagsmálum til að leggja okkar lóð á vogarskálar heimsins.

Sjálfbærni

Starfsstöðvar

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís sex útibú á ellefu starfsstöðvum víða um land. Þær er að finna á Akranesi, Ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi, í Borgarnesi og Reykjanesbæ. Upplýsingar um erlenda starfsemi.