Þekking og fræðsla

Stöðug starfsþróun

Til þess að styðja við framþróun í starfi leggjum við mikla áherslu á að starfsfólk okkar auki faglega þekkingu sína með fræðslu og endurmenntun. Einnig leggjum  við mikið upp úr miðlun þekkingar á milli starfsfólks í gegnum verkefnavinnu, fagþróunarhópa sem og formlega fræðslu. Með stöðuga endurmenntun og miðlun þekkingar að leiðarljósi, verður fyrirtækið samkeppnishæfara og starfsfólk ánægðara.

Félagslíf

Góður starfsandi

Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda með öflugu félagslífi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að kynnast betur. Við erum með frábært starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra. Þá eru einnig starfandi hópar sem fara meðal annars saman í gönguferðir, golf og fótbolta.

Vinnurými

Fyrirmyndar vinnuaðstaða

Við leggjum áherslu á vel skipulagða og hlýlega vinnuaðstöðu þar sem minni hópar sitja saman í hálfopnu vinnurými. Það skiptir okkur miklu máli að starfsfólk hafi gott næði til vinnu og því eru hljóðdeyfandi skilrúm á milli borða. Þá standa  hljóðdempandi heyrnatól öllu starfsfólki til boða. Þar að auki getur starfsfólk sótt í  frekara næði eða rætt saman í sérrýmum, svo sem vinnuherbergjum eða hljóðeinangrandi símaklefum. 

Lykiltölur

350 +

fjöldi starfsfólks

97%

starfsfólks er ánægt með öryggismál

98%

starfsfólks er ánægt með sveigjanleika í starfi

95%

starfsfólks er ánægt með jafnrétti

Heilsa og öryggi

Heilsueflandi starfsumhverfi

Okkur er umhugað um heilsu og öryggi starfsfólksins okkar og hvetjum við það til heilsusamlegra lífshátta. Við bjóðum meðal annars reglulega upp á heilsufarsmælingar, bólusetningar og fræðslu bæði í tengslum við andlega og líkamlega heilsu. Starfsfólki okkar stendur einnig til boða gott aðgengi að sálfræðingum og styrkur til heilsueflandi lífernis. Á starfsstöðvum okkar er boðið upp á hollan og fjölbreyttan mat í hádeginu.

Jafnrétti

Jöfn tækifæri

Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti með því að tryggja starfsfólki jafna möguleika í öllu okkar starfi. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnusamninga til að starfsfólk geti fundið jafnvægi á milli einkalífs og vinnu með sem bestum hætti. Við erum með jafnlaunavottun samkvæmt ÍST85 og tryggjum þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt við allar launaákvarðanir.

Samfélagsleg ábyrgð

Vistvænt samfélag

Við hvetjum starfsfólk til að nýta sér vistvæna samgöngumáta á leið sinni til og frá vinnu, meðal annars með því að bjóða upp á samgöngustyrk. Almennt er stefnt að því hjá Verkís að starfsfólk hafi aðgang að vistvænum samgöngumátum á vinnutíma. Í höfuðstöðvum okkar erum við með rafbíla og rafmagnsreiðhjól til taks fyrir starfsfólk á vinnutíma, ásamt því að starfsfólk hefur aðgang að rafhlaupahjólum. Þá getur starfsfólk einnig hlaðið rafbíla sína á vinnutíma. Við bjóðum upp á læsta hjólageymslu og búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.

Þróunarstarf

Nýsköpun og fagþróun

Við hlúum að nýsköpun innan fyrirtækisins með því að vera með góðan farveg sem styður og hvetur starfsfólk til að koma fram með hugmyndir og vinna að fjölbreyttum nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Einnig ýtum við undir fagþróun og hópavinnu þvert á svið með virku fagþróunarstarfi. Öflug nýsköpunarmenning og teymisvinna skapar nýjar lausnir og tækifæri og eykur starfsánægju.

Vilt þú vinna hjá Verkís?