Verkís leitar að útibússtjóra á Vesturlandi
Við leitum að reyndum verkfræðingi eða tæknifræðingi í stöðu útibússtjóra starfsstöðva Verkís á Vesturlandi með aðsetur í Borgarnesi eða á Akranesi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.
Hlutverk og ábyrgð
- Almennur rekstur starfsstöðva
- Markaðsmál, verkefnaöflun og tilboðsgerð
- Starfsmannastjórnun
- Áætlanagerð og skipulagning verkefnavinnu
- Verkefnastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verkfræðingur eða tæknifræðingur
- Góðir stjórnunar-, samskipta- og skipulagshæfileikar
- Reynsla af verkefnastjórnun
Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafafyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum fyrirtækisins. Hjá Verkís starfa yfir 300 manns að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á Íslandi og erlendis.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um að ráðningarvef Verkís. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Við hvetjum jafn konur sem karla til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2019.
Nánari upplýsingar veita:
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri starfsstöðvasviðs, arg@verkis.is
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is
