06/11/2023

Vilt þú bætast í hópinn?

Við auglýsum eftir tveimur störfum.

Annars vegar lagna- og loftræstihönnuði á Byggingasviði og hins vegar aðstoðarmanni útibússtjóra með aðsetur á Akureyri.

Lagna- og loftræsihönnuður – Byggingasvið
Við leitum að vélaverkfræðingi/-tæknifræðingi, byggingarverkfræðingi/-tæknifræðingi eða byggingafræðingi með reynslu af hönnun lagna- og loftræsikerfa. Þekking á BIM aðferðafræðinni og notkun líkana við hönnun er kostur.

Nánari upplýsingar veitir
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is

Sótt er um starfið hér

Aðstoðarmaður útibússtjóra
Við leitum eftir öflugum einstaklingi í stöðu aðstoðarmanns á Starfsstöðasviði Verkís með aðsetur á Akureyri.Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni og þarf viðkomandi að sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi og vera tilbúinn til að setja sig inn í fjölbreytt verkefni.

Nánari upplýsingar veitir
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is
Ragnar Bjarnason, útibússtjóri á Norðurlandi, rab@verkis.is

Sótt er um starfið hér

Hægt er að sjá öll störf sem Verkís auglýsir hér