Spurt og svarað

Hleðsla rafbíla - spurt og svarað

  • Hvað tekur rafmagnsbíll mikinn straum við hleðslu?
Rafbílar taka mismikinn straum við hleðslu en hleðslustraumur fer aðallega eftir hleðslutæki og bíltegund. Flestir rafbílar taka 6-13A straum við hleðslu með hleðslukapli sem tengist heimilisinnstungum.

  • Er óhætt að stinga hleðslukapli fyrir rafbíla í allar heimilisinnstungur?
Almennt eru einfasa innstungur fyrir heimili merktar sem 16A tenglar en þola þann straum þó aðeins í skamma stund. Hafa skal í huga að innstungur þola töluvert minni straum við hleðslu í lengri tíma. Einnig hefur aldur og slit áhrif á hitamyndun í innstungu. 

Við 13A hleðslustraum getur myndast mikill hiti í innstungum sem jafnvel leiðir til íkveikju. Mannvirkjastofnun mælir með að hleðslustraumur sé takmarkaður við 10A að hámarki. Verkís mælir ekki með að heimilisinnstungur séu notaðar nema búnaður, uppsetning og stillingar hafi verið verið yfirfarnar af fagaðila.

  • Er í lagi að nota framlengingarsnúru við hleðslu rafbíls?
Töluverður hiti getur myndast í framlengingarsnúrum, sérstaklega ef þær eru vafðar upp. Hér á landi eru dæmi um að kviknað hafi í vegna notkunar á framlengingarsnúru við hleðslu rafbíla. Því ætti aldrei að nota slíka snúru þegar rafbíllinn er hlaðinn.

  • Hvaða leiðir geta húsfélög húsa sem eru ekki með einkabílastæði farið?
Húsfélög sem eiga sameiginleg ómerkt bílastæði geta t.d. komið fyrir aðgangsstýrðum hleðslutækjum. Í þeim tilvikum virkja íbúar hleðslu með aðgangskorti. Með aðgangsstýringu er einnig mögulegt að halda utan um og rukka fyrir orkunotkun hvers og eins notenda. Verkís ráðleggur húsfélögum að fá fagaðila til þess að útfæra uppsetningu. 

Hafa samband

Kynntu þér þjónustu Verkís á sviði hleðslu rafbíla.

Bæklingur um þjónustu Verkís vegna hleðslu rafbíla. 

Þórður Þorsteinsson

  • Þórður Þorsteinsson
  • Rafmagnstæknifræðingur
  • Svið: Byggingar

Eiríkur K. Þorbjörnsson

  • Eiríkur K. Þorbjönsson
  • Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri

  • Svið: Byggingar