14/3/2019

Sundlaugaráðstefna í Noregi

  • Badeteknisk 2019

Í gær, miðvikudag 13. mars, hófst ráðstefnan Badeteknisk í Hamar í Noregi.

Verkís, ARKÍS arkitektar og OP-Verkis, dótturfyrirtæki Verkís í Noregi, taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan er fagráðstefna um allt sem lýtur að undirbúningi, hönnun, byggingu og rekstri sundlauga.

Verkís, ARKÍS og OP-Verkis hafa komið að ýmsum sundlaugarmannvirkjum undanfarin ár. Fyrirtækin unnu saman að sundhöllinni í Holmen í Noregi . Þá hafa fyrirtækin einnig unnið saman að forhönnun sundhallar sem staðsett verður inni í fjalli í Sisimiut á Grænlandi og að undirbúningi sundlaugar í Stapaskóla í Reykjanesbæ.

Gerður var sundlaugarbæklingur fyrir ráðstefnuna sem má nálgast hér.

Nánar um ráðstefnuna hér.