Þjónusta

Undirbúningur

Góður undirbúningur tryggir ekki aðeins hagkvæmni heldur farsæld við vinnslu á hvaða verkefni sem er.

Undirbúningur verkefnis er ferlið frá því að hugmynd fæðist og þar til útfærsla hugmyndarinnar er fullmótuð og hún tilbúin til framkvæmdar.

Við byrjum á byrjuninni

Í upphafi eru sett markmið, sem yfirleitt má skipta í framleiðslumarkmið, það er magn og gæði, kostnaðarmarkmið, sem sagt stofnkostnaður, rekstrarkostnaður og arðsemi og markmið um verktíma.

Undirbúningurinn hefst með skilgreiningu á þeim viðfangsefnum og verkferlum sem eru nauðsynleg til að ná settum markmiðum. Undirbúningsferlið er oft þrepaskipt og ræðst þá framhaldið af stöðutöku eftir hvert þrep. Umfang undirbúningsins ræðst mjög af stærð verkefnisins og þeim kröfum sem gerðar eru til nákvæmni áætlana.

Viðfangsefni Verkís á undirbúningsstigi geta verið einstakir þættir undirbúningsins, til dæmis þróun hugmynda, kostnaðaráætlanir, framkvæmdaáætlanir, áhættugreining, áhrifamat, arðsemismat, útboð, verksamningar og innkaup, en einnig hönnunarstjórnun eða heildarumsjón með öllum undirbúningi verksins.

Undirbúningur hefst á skilgreiningu á þeim þáttum sem þarf til að ná settu markmiði, en góður undirbúningur er gulls ígildi.

Þjónusta

  • Stjórnun undirbúnings og þróun hugmyndar
  • Kostnaðar-, framkvæmda-og fjármögnunaráætlun
  • Hönnunarstjórnun og áhættugreining
  • Arðsemismat
  • Útboð og verksamningar
  • Umhverfismál
  • Mat á umhverfisáhrifum

Verkefni

  • Holmen sundhöll
  • Fjarðarál, Reyðarfirði
  • Sundlaug Reykjanesbæ
  • Sundlaug Álftanesi
  • Tónlistarhúsið Harpa
  • Helsehus í Askim, Noregi

Tengiliðir

Susanne Freuler
Matvælaverkfræðingur / Vörustjórnun B.Sc.
Svið: Orka og iðnaður
suf@verkis.is

Örn Steinar Sigurðsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
oss@verkis.is