Verkefni

Fjarðaál Reyðarfirði

Í kjölfar alþjóðlegrar samkeppni vorið 2003 voru Bechtel Corporation og HRV Engineering valin til að hanna og reisa nýtt álver á Reyðarfirði en Verkís er leiðandi félag í HRV Engineering.

Hönnun við álverið hófst árið 2003 og jarðvinna um sumarið 2004.

Nánar um verkefnið

Framleiðslugeta álversins er 346.000 tonn á ári og helstu mannvirki eru súrálssíló og aðrar hráefnisgeymslur, tveir kerskálar með 336 ker og steypuskáli með fjórum ofnum, sem hitaðir eru með rafmagni. Þá tilheyra álverinu skautsmiðja, tvö þurrhreinsivirki, aðveitustöð, auk þjónustubygginga.

Álverið fær rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun en hún er með 690 megavatta uppsett afl. Við hönnun kerfa var farið yfir gæðamál raforku og gerðar segulsviðsmælingar.

Verkís kom að uppbyggingu eignatrés, áreiðanleikagreiningu á búnaði, áætlanagerð um fyrirbyggjandi viðhald og ástandsgreiningar, ásamt almennri viðhaldsráðgjöf og yfirferð CE merkinga.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reyðarfjörður

Stærð:

346.000 tonn á ári

Verktími:

2003-2008

 

Heimsmarkmið