19/06/2025

Lífsferilsgreiningar – Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Í september 2025 tekur gildi breyting á byggingareglugerð sem kveður á um innleiðingu lífsferilsgreininga (e. Life Cycle Analysis, LCA). Þá verður gerð krafa um að framkvæma lífsferilsgreiningar fyrir öll ný byggingarleyfisskyld mannvirki í umfangsflokkum 2 og 3 skv., byggingarreglugerð sem eru stærri íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar.

Frá og með 1. september 2025 þarf því að tilgreina kolefnisspor mannvirkis á hönnunarstigi, fyrir umsókn byggingarleyfis og aftur á lokastigi, fyrir lokaúttekt.

Mikilvægi lífsferilsgreininga

Lífsferilsgreiningar eru lykilatriði í því að draga úr kolefnislosun við gerð mannvirkja. Mannvirkjageirinn er ábyrgur fyrir um 30–40% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, ásamt verulegri auðlindanotkun og úrgangsmyndun.

Lífsferilsgreining er sem er samræmd aðferðafræði til að meta umhverfisáhrif mannvirkja yfir allan lífsferilinn. Með lífsferilsgreiningum er hægt að kortleggja losun frá öllum stigum lífsferilsins, frá öflun og vinnslu hráefna, framleiðslu byggingarefna, byggingaframkvæmd mannvirkisins, til notkunar, viðhalds og niðurrifs við lok líftíma.

Hver er ávinningurinn á því að framkvæma lífsferilgreiningar?

  • Nákvæm greining á kolefnisspori: Með lífsferilsgreiningu er hægt að greina með nákvæmni hvar mesta kolefnislosunin á sér stað og þar með grípa til markvissra aðgerða til að draga úr losun.
  • Upplýstar ákvarðanir á hönnunarstigi: Með því að framkvæma lífsferilsgreiningu á hönnunarstigi fæst innsýn í kolefnisspor mismunandi byggingarefna. Það hjálpar hönnuðum að velja umhverfisvænni efni og þannig draga úr heildarlosun áður en framkvæmdir hefjast.
  • Mat á endingartíma byggingarefna: Með lífsferilsgreiningu fást upplýsingar um líftíma og endingu byggingarefna, sem auðveldar að velja efni sem endast lengur og þar með minnka þörf á viðhaldi og endurnýjun, sem dregur úr umhverfisáhrifum til lengri tíma.
  • Lágmörkun á losun á rekstrartíma: Með því að greina orkunotkun og viðhald á rekstrartíma byggingarinnar er hægt að hanna mannvirki sem eru orkunýtin og umhverfisvæn í daglegri notkun.

Verkís – þinn ráðgjafi í lífsferilsgreiningum

Verkís veitir alhliða ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði og annast allt ferlið.

Við sérhæfum okkur í gerð lífsferilsgreininga fyrir mannvirki á öllum stigum framkvæmda. Tryggjum að ferlið sé einfalt, skilvirkt og unnið er samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ISO 14040 og ISO 14044 um gerð lífferilsgreininga. Auk þess leiðbeinum við um vistvæna valkosti í hönnun og framkvæmdum. Við notum viðurkenndan hugbúnað og traust bakgrunnsgögn til að tryggja nákvæmni og áreiðanleika í greiningum okkar. Niðurstöðurnar eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt, sem styður við upplýstar ákvarðanir og hjálpar viðskiptavinum okkar að draga úr umhverfisáhrifum mannvirkja sinna á markvissan hátt.

Vertu skrefi á undan – hafðu samband við Verkís í dag.

Almennt netfang: verkis@verkis.is

 

Sérfræðingar Verkís í LCA greiningum :

Elín Vignisdóttir
Landfræðingur M.Sc.
Svið: Skrifstofa framkvæmdastjóra
ev@verkis.is

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is

Þjónusta Verkís : Lífsferilsgreinignar.

Heimsmarkmið