19/09/2025

Verkís á Autodesk University 2025 í Nashville

Fulltrúar Verkís á ráðstefnunni: Rut Bjarnadóttir, Ólafur Daníel Jónsson, Sunna Ósk Kristinsdóttir, Helgi Bárðarson og Þórður Rafn Bjarnason

Einn stærsti vettvangur heims fyrir stafræna hönnun

Dagana 15.–18. september sótti starfsfólk Verkís alþjóðlegu ráðstefnuna Autodesk University, sem haldin var í Nashville í Bandaríkjunum. Þau tóku virkan þátt í fyrirlestrum og námskeiðum, þar sem nýjustu lausnir í stafrænum vinnubrögðum, sjálfvirkni, gervigreind og sjálfbærni í hönnun voru kynntar. Ráðstefnan er einn stærsti vettvangur heims fyrir fagfólk sem vinnur með hugbúnað og lausnir Autodesk, og dregur ár hvert til sín þúsundir þátttakenda úr ólíkum greinum verkfræði, hönnunar og tækni.

Þekking og tengslanet í brennidepli

Markmið þátttökunnar var að efla þekkingu starfsfólks á nýjustu tækni og þróun í faginu. Jafnframt gafst þeim tækifæri til að tengjast innlendum og erlendum samstarfsaðilum, deila reynslu og færa innblástur og nýja sýn heim til Íslands.

Fulltrúar Verkís á ráðstefnunni voru:
Rut Bjarnadóttir, orkuverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði
Helgi Bárðarson, byggingarverkfræðingur á Starfstöðvasviði
Þórður Rafn Bjarnason, byggingarverkfræðingur á Byggingarsviði
Sunna Ósk Kristinsdóttir, rekstrarstjóri og byggingarverkfræðingur á Byggingarsviði
Ólafur Daníel Jónsson, leiðtogi stafrænnar hönnunar á Þjónustusviði

Samfelld þátttaka og framsækin nálgun

Verkís hefur tekið þátt í Autodesk University reglulega undanfarin ár. Á síðustu ráðstefnu hélt fyrirtækið erindi um innleiðingu á stafrænum vinnubrögðum og reynslu af hagnýtingu nýrra lausna. Þátttaka í ár heldur áfram þeirri vegferð, nú með áherslu á tengslamyndun og öflun þekkingar sem nýtist í daglegu starfi og framtíðarþróun. Með þessu styrkir Verkís stöðu sína sem framsækið verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á nýsköpun, tæknilega þróun og faglegt samstarf.

Nánar um Autodesk University hér

 

Fulltrúar Verkís á ráðstefnunni: Rut Bjarnadóttir, Ólafur Daníel Jónsson, Sunna Ósk Kristinsdóttir, Helgi Bárðarson og Þórður Rafn Bjarnason