23/09/2025

Verkís tók þátt í IIGCE 2025 í Indónesíu

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Jakarta

Verkís tók þátt í 11. alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni og sýningunni (IIGCE 2025) sem haldin var í Jakarta International Convention Center dagana 17.–19. september 2025. Ráðstefnan var helsti vettvangur jarðhitageirans í Suðaustur-Asíu og að þessu sinni var þemað:
“Fostering Collaboration for a Green Economy in Indonesia: The Role of Geothermal Energy in Sustainable Growth.”

Verkís meðal sérfræðinga

Sameiginlegur bás íslenskra fyrirtækja á ráðstefnunni

Verkís var eitt af fyrirtækjunum sem tók þátt í kynningunni og deildi þar áratuga reynslu sinni á sviði jarðhitaverkfræði og nýsköpunar. Verkís hefur komið að fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðhita, allt frá uppgreftri og borunum til hönnunar og ráðgjafar, bæði á Íslandi og erlendis. Ísland var áberandi á ráðstefnunni með sameiginlegum kynningarbás. Þar kynntu helstu fyrirtæki á þessu sviði starfsemi sína. Með Verkís á básnum voru ÍSOR, HD Industrial & Technical Services, Iceland Drilling Company Ltd, GeoSilica Iceland, Rigsis og COWI

Þátttaka í IIGCE er mikilvægur vettvangur til að efla tengsl, skapa ný tækifæri og kynna íslenska þekkingu á jarðhita fyrir alþjóðlegum markaði. Með því að taka höndum saman við önnur íslensk fyrirtæki leggur Verkís sitt af mörkum til að kynna Ísland sem öflugan samstarfsaðila í orkuskiptum framtíðarinnar.

Hér má sjá myndbandssamantekt frá IIGCE frá ráðstefnunni: IIGCE 2025 (Rigsis & Iceland)

Heimsmarkmið