24/09/2025

Verkís vann til verðlauna á Alþjóðlegri innviðaráðstefnu FIDIC í Höfðaborg

© FIDIC
Ari Guðmundsson og Hörn Hrafnsdóttir tóku við verðlaununum fyrir hönd Verkís

Mikilvægur áfangi í alþjóðlegu samhengi

Verkís hlaut nýverið FIDIC Highly Commended Award fyrir hönnun á varnargörðum á Suðurnesjum. Verðlaunin voru afhent á FIDIC Global Infrastructure Conference í Cape Town, Suður-Afríku, sem er einn stærsti vettvangur verkfræðinga og ráðgjafa á heimsvísu.

FIDIC (International Federation of Consulting Engineers) eru alþjóðasamtök verkfræðistofa sem veita árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkfræðiverkefni sem stuðla að samfélagslegum ávinningi, nýsköpun og fagmennsku. Það er því mikill heiður fyrir Verkís að hljóta þessa viðurkenningu.

Nánar um öll verðlaun ráðstefnunnar má finna hér

Varnarmannvirki sem skipta sköpum

Varnargarðarnir á Suðurnesjum voru hannaðir með það að markmiði að verja samfélög, innviði og efnahagslega starfsemi fyrir mögulegu hraunflóði í kjölfar eldgosa. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Almannavarnir og aðra hagaðila og hefur reynst lykilþáttur í því að auka öryggi íbúa á svæðinu.

Verkefnið krafðist nákvæmrar hönnunar, víðtækrar þekkingar á náttúruvá og nýskapandi verkfræðilegra lausna. Með því tókst að búa til mannvirki sem verjast miklum náttúruöflum og hraunflóði.

Verðlaunagripurinn

Viðurkenning fyrir faglegt framlag

Viðurkenning FIDIC undirstrikar gildi faglegra vinnubragða, samvinnu og nýsköpunar í verkfræði. Hún er jafnframt staðfesting á því að íslensk verkfræðiþekking stendur jafnfætis þeirri bestu á heimsvísu þegar kemur að lausnum sem tryggja öryggi samfélaga.

Verkís er stolt af því að hafa átt þátt í þessu mikilvæga verkefni. Fjölbreytt þekking, reynsla og fagmennska starfsfólks Verkís skiptu sköpum í hönnunarferlinu og tryggðu árangur verkefnisins.

Við þökkum öllum sem komu að verkefninu fyrir samstarfið og deilum þessum heiðri með þeim.

Heimsmarkmið

© FIDIC
Ari Guðmundsson og Hörn Hrafnsdóttir tóku við verðlaununum fyrir hönd Verkís