25/09/2025

Verkís tók þátt í æfingu almannavarna og Veitna um mengun í vatnsbólum

Verkís hafði aðkomu að undirbúningi og framkvæmd umfangsmikillar æfingar sem almannavarnir höfuðborgarsvæðisins og Veitur stóðu fyrir nýverið. Í æfingunni var brugðist við sviðsmynd um mögulega mengun í vatnsbólum á höfuðborgarsvæðinu.

Sameiginlegt viðbragð

Markmið æfingarinnar var að prófa viðbragðsáætlanir, samhæfingu stofnana og upplýsingaflæði til almennings og hagaðila. Slíkar æfingar eru mikilvægur þáttur í að efla öryggi og tryggja skjót og samræmd viðbrögð ef upp koma raunverulegar aðstæður.

Aðkoma Verkís

Verkís lagði til sérfræðiþekkingu og stuðning bæði í undirbúningi og framkvæmd æfingarinnar. Þar kom fyrirtækið meðal annars að greiningu og ráðgjöf sem nýttist í mótun sviðsmyndar og mat á viðbrögðum.

Frá Verkís tóku Dóra Hjálmarsdóttir og Snorri Birgisson þátt í verkefninu og lögðu sitt af mörkum til að tryggja árangursríka framkvæmd.

Heimsmarkmið