19/07/2019

150 herbergja hótel í skipi á leið til Helguvíkur

150 herbergja hótel í skipi á leið til Helguvíkur
Marriott flugvallarhótel

150 herbergja hótel í skipi á leið til Helguvíkur. Nýja Marriott flugvallarhótelið rís hratt í Reykjanesbæ um þessar mundir. Húsið, sem mun standa við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar, verður 150 herbergja og 6.000 m².

Síðustu mánuði hefur verið unnið að uppsteypuhluta byggingarinnar og um næstu mánaðarmót er væntanlegt til Helguvíkur flutningaskip með einingar í hótelbygginguna.

Fjallað er um stöðu verksins í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Í flutningaskipinu eru 78 einingar með fullbúnum herbergjum hótelsins. Á þriðjudag var skipið komið að Súesskurðinum og á leið í Miðjarðarhafið.

Einingunum verður skipað upp í Helguvík og þær fluttar á byggingarstað við Aðaltorg þar sem hótelinu verður raðað saman. Um tvær til þrjár vikur mun taka að reisa einingarnar í hótelbygginguna en þegar því verður lokið tekur við um 4 -5 mánaða tímabil til að ljúka framkvæmdum þannig að hótelið mun opna fljótlega á nýju ári.

Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin 19. júlí á síðasta ári, fyrir ári síðan. Það verður hluti af Courtyard-keðju Marriott en sú keðja rekur yfir þúsund hótel um allan heim. Byggingaraðili hótelsins er fyrirtækið Aðaltorg ehf. í Reykjanesbæ. Verkís sér um alla verkfræðihönnun og ráðgjöf.

Umfjöllun Víkurfrétta

Uppfært 4.5.2020: Hótelið hefur fengið nafnið Aðaltorg.

150 herbergja hótel í skipi á leið til Helguvíkur
Marriott flugvallarhótel