Aðaltorg rís hratt í Reykjanesbæ
Á um viku tíma frá því skipið lagðist að bryggju var búið að reisa allar einingarnar og þannig komin 150 fullfrágengin hótelherbergi í bygginguna.
Byggingin hefur þannig tekið á sig endanlegt form. Nú er unnið að frágangi á þakvirki og utanhússklæðningu ásamt vinnu í hótelgöngum við tengingu lagna, loftræsingar og raflagna. Fyrirhugað er að byggingin verði tilbúin um næstu áramót.
Fyrirtækið Aðaltorg ehf er byggingaraðili á Aðaltorgi, ÍAV eru aðalverktakar, Arkís arkitektar verkefnisins og Verkís hefur séð um alla verkfræðihönnun og ráðgjöf.
Sjá hér myndskeið af byggingaráformum á Aðaltorgi, frá framleiðslu eininga og framkvæmdum á verkstað:
Sjá nánar umfjöllun á vef Víkurfrétta
Fyrri umfjöllun um hótelið:
Frétt Verkís: 150 herbergja hótel í skipi á leið til Helguvíkur
Frétt Verkís: Fyrsta skóflustunga að Marriott flugvallarhóteli
Frétt Verkís: Marriott flugvallarhótel
Verkefni á heimasíðu Verkís: Aðaltorg
Uppfært 4.5.2020: Hótelið hefur fengið nafnið Aðaltorg.
