08/11/2022

Afmælisþáttur um Verkís sýndur á Hringbraut

Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís.

Í síðustu viku sýndi sjónvarpsstöðin Hringbraut þátt um Verkís sem gerður var í tilefni af stórafmæli fyrirtækisins. Um kostaða umfjöllun er að ræða en þátturinn er framleiddur af Hringbraut.

Í þættinum var rætt við Egil Viðarsson, framkvæmdastjóra Verkís, Hörn Hrafnsdóttur, vatnsauðlindaverkfræðing hjá Verkís, Ragnar Stein Clausen, byggingarverkfræðing hjá Verkís og Svavar Jónatansson, byggingarverkfræðing sem starfaði hjá Verkís. Í þættinum má bæði sjá nýjar og gamlar myndir úr starfi Verkís.

Hér er hægt að horfa á þáttinn: Verkís í 90 ár (frettabladid.is)

 

 

Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís.