16/12/2019

Áki fjallaði um notkun dróna og þrívíðra landlíkana við mannvirkjagerð

Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar m.a. LIDAR skanna sem flogið er með þyrildi (dróna). Unnið er í samstarfi við Svarma ehf. sem hefur sérhæft sig í notkun og hönnun flygilda og þyrilda. Verkís notar gögnin sem fást með þessari tækni mikið í sambandi við ofanflóðavarni og veghönnun. Eitt af nýlegum verkefnum á þessu sviði er ástandsmat á sjóvarnargarði við Eiðisgranda í Reykjavík. 

Með þessari tækni verður innmæling mannvirkja og/eða umhverfis og vinnsla mælinga mun fljótlegri en ella. LIDAR mælingar úr lofti henta vel til að gera nákvæm líkön af hvers konar yfirborði. Tæknin auðveldar mælingar í erfiðum aðstæðum svo sem í brattlendi eða á jöklum, á flóknum mannvirkjum sem annars er erfitt að komast að eins og möstrum og lögnum. 

Þrívíð líkanagerð með LIDAR skönnun úr þyrildi

Heimasíða ITS á Íslandi 

Áki ræðir notkun dróna
79914504_2432850720306390_5950629231003172864_n