14/09/2018

Aldursgreining á gæsavængjum hætt

Arnór Þ. Sigfússon, fuglafræðingur hjá Verkís, hefur séð um merkingar á gæsum í tæp 25 ár og er því mikil eftirsjá með verkefninu. Verkefnið hefur tvímælalaust skilað árangri og mikilvægi mælinga á aldurshlutfalli í veiði hefur aukist. 

Þegar verkefnið hóft árið 1993 var grágæsastofninn á niðurleið og lenti á válista um aldamótin. Viðsnúningur varð í ungaframleiðslu upp úr aldamótum og ungahlutfallið í veiðinni fór úr um 40% og í að meðaltali um 47% það sem af er þessari öld. Ungaframleiðsla stendur undir veiðinni að stórum hluta og gegnir lykilhlutverki í því að stofninn standi undir veiðiálaginu.

Um tíma fékk verkefnið styrk úr Veiðikortasjóði en breyting varð á úthlutunarreglum sjóðsins árið 2016. Hér er hægt að sjá umfjöllun Morgunblaðsins um málið

Eldri fréttir af verkefninu: 
Ný þekking á háttalagi gæsa vegna kortlagningu ferða þeirra.
Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2015.

Gæsir í fréttum
Gaesir