21/12/2021

Áningarstaður við Laufskálavörðu valið eitt besta verkefni ársins

Laufskálavarða
Laufskálavarða

Áningarstaður við Laufskálavörðu. Fagmiðillinn Archilovers telur áningarstaðinn við Laufskálavörðu eitt besta verkefni ársins, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika.

Verkís sá um alla verkfræðilega hönnun byggingarinnar, m.a. burðarþol og lagnir. Öll lýsing í gangi og utan á byggingunni var einnig hönnuð af Verkís í samvinnu við Stáss arkitekta.

Lýsingin var hönnuð með tilliti til þess að valda sem minnstri ljósmengun, þar sem staðsetning byggingarinnar bíður upp á algjört myrkur og því tilvalinn áningarstaður til norðurljósaskoðunar.

Lóð staðarins var einnig hönnuð af landslagsarkitektum Verkís, þar með talið bílastæðið, stéttin í kringum húsið og göngustígar á svæðinu. Hönnuðir lögðu mikla áherslu á umhverfisvænt efnisval og að hönnunin myndi falla vel að umhverfinu.

Sannir landvættir sem er að hluta til í eigu Verkís, fengu styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að græða upp skemmdir á svæðinu og til að gera bílastæðið. Bygging hússins var alfarið fjármögnuð af Sönnum Landvættum.

Meðeigendur Verkís í Sönnum landvættum eru Öryggismiðstöð Íslands og Mercury trading.

Frétt af Vísir.is : Áningar­staður við Lauf­skála­vörðu eitt af bestu verk­efnum ársins að mati Archilovers.

Frétt af Hönnunarmiðstöð.is : Einstakur áningarstaður á Mýrdalssandi valið eitt besta verkefni ársins

Heimsmarkmið

Laufskálavarða
Laufskálavarða