27/06/2024

Áskoranir og tækifæri í jarðvarmalausnum

Áskoranir og tækifæri í jarðvarmalausnum
© Evan Semón Photography

Colorado-Iceland Clean Energy Summit: Áskoranir og tækifæri í jarðvarmalausnum.

Fimmtudaginn 20. júní sl. fór fram ráðstefnan Colorado-Iceland Clean Energy Summit í Denver, Colorado. Eyþór Sigurðsson, vélaverkfræðingur hjá Verkís, tók þátt í pallborðsumræðum undir yfirskriftinni: „The Geothermal District Heating System in Iceland: Is that an option for Colorado at large scale?“

Eyþór fjallaði um sögu íslenskra hitaveitna, áskoranir við þróun þeirra og tækninýjungar eins og öxuldælur. Hann ræddi einnig mismunandi kerfi hitaveitna á Íslandi, frá hefðbundnum kerfum til lokaðra kyndistöðvakerfa og hraunveitna.

Áskoranir og tækifæri í jarðvarmalausnum
Pallborðsumræður

Niðurstaðan úr umræðunum var að Colorado getur komið á fót hitaveitukerfi líkt og Ísland, en slík framkvæmd er langtímaverkefni sem íslendingar geta aðstoðað við.

Ráðstefnan var vel sótt og var samstarfsverkefni sendiráðsins í Washington, Íslandsstofu/Green by Iceland, Colorado-fylkis, orkuskrifstofu Colorado og Denver-borgar. Markmiðið var að deila þekkingu og reynslu í jarðvarmanýtingu og kolefnislausnum og stofna til tengsla milli íslenskra og bandarískra aðila.

Heimsmarkmið

Áskoranir og tækifæri í jarðvarmalausnum
© Evan Semón Photography