11/01/2023

Baldur Þór nýr útibússtjóri á Austurlandi

Baldur Þór Halldórsson

Baldur Þór Halldórsson byggingarverkfræðingur tók við starfi útibússtjóra Verkís á Austurlandi nú um áramótin.

Baldur Þór útskrifaðist sem byggingartæknifræðingur frá DTU 2014 og sem byggingarverkfræðingur M.Sc. frá DTU 2016. Þá er hann einnig með meistarapróf í múrsmíði.

Baldur Þór starfaði hjá NIRAS og síðar ARI Byggerådgivning í Danmörku 2012-2016.  Hann hefur starfað hjá Verkís með hléum frá árinu 2016, en hann var framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar ehf. um tveggja ára skeið á árunum 2019-2021. Hann hefur víðtæka reynslu og þekkingu af hönnun nýbygginga sem og eldri mannvirkja.

Verkís er með starfsstöðvar á Austurlandi að Kaupvangi 3b á Egilsstöðum og að Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði.


Kaupvangur 3b á Egilsstöðum 


Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði 

Baldur Þór Halldórsson