04/09/2019

Bolvíkingar tóku nýjan leikskóla í notkun

Framkvæmdir við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík
Framkvæmdir við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík

Glaðheimar, leikskóli Bolungarvíkur, var opnaður í nýju og endurbættu húsnæði í byrjun ágúst eftir sumarfrí nemanda og starfsfólks. Verkís sá um hönnun á burðarvirkjum, lögnum og raflögnum, vann verklýsingu, magntöluskrá og kostnaðaráætlun vegna stækkun á leikskólanum.

Nýbyggingin er 307 m² og stendur við Hlíðarstræti í Bolungarvík. Fyrir opnun nýbyggingarinnar var skólinn að hluta til í húsnæði á lóðinni við Hlíðarstræti og að hluta í Lambhaga.

Nú standa yfir endurbætur á eldra húsinu við Hlíðarstræti en að þeim loknum verður aðstaðan í Lambhaga lögð niður og verður öll starfsemi Glaðheima við Hlíðarstræti, í eldra húsi og nýbyggingunni.

Enn á eftir að ljúka frágangi á nýbyggingunni að utan og klæða eldra húsnæðið á lóðinni.

Verkís veitir fjölþætta ráðgjöf á sviði bygginga

Framkvæmdir við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík
Framkvæmdir við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík