14/09/2022

Brákarborgar – Endurgerð

Brákarborgar - Endurgerð
© Reykjavík

Brákarborgar – Endurgerð. Endurgerð leikskólans Brákarborgar við Kleppsveg í Reykjavík hefur verið tilnefnd til Grænu skóflunnar, sem er virt viðurkenning Grænni byggðar fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Verkís heldur utan um Breeam vottun verkefnisins.

Við endurgerð bygginganna við Kleppsveg 150-152 voru steypt burðarvirki endurnýtt og ný tengibygging byggð á milli húsanna. Sem hluti af BREEAM vottun og til að auka þekkingu á umhverfisáhrifum og ávinningi af endurgerð bygginga var unnin vistferilsgreining. Niðurstöður hennar voru meðal annars þær að kolefnisspor fyrir endurgerða byggingu við Kleppsveg er lágt samanborið við kolefnisspor steyptra nýbygginga, eða 410 kgCO2 ígildi/m2.

Í heildina er kolefnisspor endurgerðrar byggingar fjórðungi lægra en ef sama bygging hefði verið byggð frá grunni. Ef einungis er horft til kolefnisspors byggingarefna, þá erum að ræða 56% lægra kolefnisspor byggingarefna í endurgerðu mannvirki en ef byggt hefði verið frá grunni. Ástæðan er sú að komið var í veg fyrir framleiðslu og flutninga steypu og steypustyrktarjárns.

Frétt á vef Reykjavíkurborgar um verkefnið:

Bygging Brákarborgar tilnefnd til Grænu skóflunnar | Reykjavik

Heimsmarkmið

Brákarborgar - Endurgerð
© Reykjavík