01/07/2019

Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes

Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes
Kjalarnes yfirlitsmynd

Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vegagerðin hefur tekið tilboði Verkís um verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes.

Sex verkfræðistofur voru hæfir bjóðendur í verkið og átti Verkís lægsta boðið. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Um er að ræða breikkun Hringvegar (1) á um níu kílómetra kafla, þrjú hringtorg á Hringveginum, um tólf kílómetra af hliðarvegum (bæði nýir og uppfærðir núverandi vegir), fimm undirgöng (þrjú stálgöng og tvö steypt), tvö mannvirki yfir á (annars vegar lenging og hins vegar breikkun) og um 3,4 km af hjóla- og göngustígum.

Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.

Verkefnið er unnið á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.

Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes
Kjalarnes yfirlitsmynd