01/08/2023

Brú yfir Stóru-Laxá opnuð

Brú yfir Stóru-Laxá opnuð
Brú yfir Stóru-Laxá
Brú yfir Stóru-Laxá opnuð. Ný tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum var opnuð með formlegum hætti í júlí sl. Verkís sá um hönnun brúarinnar og vega.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, héldu stuttar ræður, klippt var á borða og fóru börn af svæðinu síðan fyrst yfir brúna á kassabílum.
Ný tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá var opnuð fyrir umferð 25. júní 2023. Hún kemur í stað einbreiðrar 120 m langrar brúar frá árinu 1985. Umferðaröryggi eykst til muna með tilkomu brúarinnar.
Verkið sem Vegagerðin bauð út bar heitið; Skeiða- og Hrunamannavegur (30) um Stóru-Laxá. Í því fólst bygging brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar (30) beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs. Nýja brúin er til hliðar við gömlu brúna, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.
Eitt af markmiðum framkvæmdanna var að fækka einbreiðum brúm á landinu, sér í lagi á umferðarmiklum vegum. Umferð um Skeiða- og Hrunamannaveg hefur þyngst töluvert síðasta áratug. Frá aldamótum hefur umferðin aukist, að jafnaði, um 3,7 % á ári. Heildaraukning frá aldamótum er 124%. Heildaraukning milli áranna 2010 og 2022 er 57%.

Brú yfir Stóru-Laxá opnuð

Starfsmenn Verkís, Grétar Páll Jónsson, verkefnisstjóri verkefnisins og Ásgeir Guðmundsson, hönnuður vega í verkefninu, viðstaddir opnunina.

Heimsmarkmið

Brú yfir Stóru-Laxá opnuð
Brú yfir Stóru-Laxá