22/03/2019

Dagur verkfræðinnar 2019

Dóra Hjálmarsdóttir og Dagmar Birgisdóttir, ráðgjafar í ÖHU málum, verða með erindið Öryggi við framkvæmdir – virði verkfræðinnar fyrir hönd Verkís.

 Dóra Hjálmarsdóttir Dagmar Birgisdóttir

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Dagskráin hefst kl. 13.00, þar sem Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, setur daginn.
Hér má sjá dagskrá dagsins.

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki.

Dagur verkfræðinnar
Dagur-Verkfraedinnar