19/04/2024

Dagur verkfræðinnar 2024

Dagur verkfræðinnar 2024
© www.vfi.is

Dagur verkfræðinnar 2024 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag, föstudaginn 19. apríl 2024. Þar verða allskyns fyrirlestrar og kynningar í þremur fundarsölum sem verða opnir fyrir alla og auk þess verður beint streymi úr þeim öllum. Ásamt þessu mun ráðherra afhenda Teninginn, sem er viðurkenning VFÍ fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd.

Fulltrúar Verkís í dag eru Hörn Hrafnsdóttir, Sólveig K. Sigurðardóttir, Hallgrímur Örn Arngrímsson og Fannar Pálsson, sem verða öll með fyrirlestra. Auk þess er Dóra Hjálmarsdóttir í stjórn.

Hörn mun flytja fyrirlestur um hraunflæðihermanir og hönnun hraunvarna og síðan mun hún og Sólveig flytja saman fyrirlestur um hraunvarnargarða við Svartsengi og Grindavík. Hallgrímur Örn mun svo flytja fyrirlestur um jarðkannanir í Grindavík, en allir þessir fyrirlestrar eru hluti af flokknum:
Náttúruvá – verkfræðileg viðfangsefni.

Í flokknum Verkfræðin – á öllum sviðum samfélags mun Fannar Pálsson flytja fyrirlestur um hermun í flutnings- og dreifikerfi raforku.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina og tæknifræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Hægt er að sjá alla dagskrá hér
Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi hér
Skráning á viðburðinn fer fram hér

Heimsmarkmið

Dagur verkfræðinnar 2024
© www.vfi.is